ErkiTíð 2021 verður haldin sunnudaginn 14. nóvember í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Á hátíðinni verða flutt og frumflutt á þriðja tug tónverka frá ýmsum tímabilum íslenskrar raftónlistarsögu.
Af tilefni 60 ára afmælis eins fyrsta og þekktasta rafverks Íslandssögunnar „Samstirni“ eftir Magnús Blöndal Jóhannsson frá árinu 1961 verður sérstök dagskrá um verk hans og frumkvöðlastarf á sviði raftónlistar á Íslandi.
Tónlistarhátíðin ErkiTíð er vettvangur fyrir sköpun og tjáningu í tónlist með nýrri tækni og opnar sýn inn í framtíðina, með sterkri viðspyrnu í verkum frumherja íslenskrar tölvu- og raftónlistar.
ErkiTíð hefur frá upphafi lagt mesta áherslu á íslenska raftónlist og nýsköpun á því sviði. Hún var fyrst haldin árið 1994 af tilefni Lýðveldisafmælis Íslands þar flutt voru allar helstu raf- og tölvutónsmíðar íslenskra tónskálda frá upphafi.
Í gegnum tíðina hafa tugir nýrra íslenskra tónverka verið samin og frumflutt að tilhlutan ErkiTíðar.
Á hátíðinni í ár eru ný verk pöntuð frá fjórum kventónskáldum þar sem efniviðurinn verður m.a. tengdur verkum þessa frumkvöðuls raftónlistar á Íslandi.
Kjartan Ólafsson, listrænn stjórnandi
14. nóvember
14. November
14. nóvember
14. November
13:00 - 14:00
​Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
​
Raftónleikar með verkum Magnúsar Blöndals Jóhannssonar
​
​
-
Samstirni Rafverk (1960)
​
-
Atmos Rafverk (1982)
​
-
Elektrónísk stúdía Rafverk (1959)
​
-
Surtur fer sunnan Rafverk (1964)
​
​
14:00 - 15:00
​Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
​
Analog raftónverk í gegnum tíðina
​
-
Lárus Halldór Grímsson: Bragðlaukar - Rafverk + slagverk
Slagverk / Percussion: Steef van Oosterhout
-
Karólína Eíríksdóttir: Adagio (1994)
-
Hilmar Örn Hilmarsson: Ættir (2003) - Rafverk
​
-
Þorsteinn Hauksson: Bells of Earth (1994) - Rafverk + slagverk
Slagverk / Percussion: Steef van Oosterhout
​
15:00 - 16:00
​Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
​
Stafræn raftónverk í gegnum tíðina
​
-
​Ríkharður H. Friðriksson: Andar (1991) - Rafverk + klarínett
Klarínett / Clarinet Guðni Franzson
​​
-
Ingibjörg Friðriksdóttir: Endurómur (2020) - Hljóð- og myndverk Pantað af ErkiTíð
​​
-
Kjartan Ólafsson: Þjóðlög úr framtíð (2021)
- Sofnar lóa er löng og mjó
- Lifnar hagur hýrnar brá​
​​​
-
Lýdia Grétarsdóttir: Sleepless (2013) - Rafverk
​​
-
Haraldur V. Sveinbjörnsson: Ariel I (2005) - Rafverk
​
-
Hilmar Þórðarson: TEPHRA (2021)
Rafverk + klarínett. Frumflutningur / Premiere
Klarínett / Clarinet: Guðni Franzson
16:00 - 17:00
​Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
​
Frumflutningar / Premiere: Ný verk pöntuð af ErkiTíð 2021
​
Verkin eru öll samin með tengingu við tónlist Magnúsar Blöndal Jóhannssonar / All pieces are inspired in some way by the music of Magnús Blöndal Jóhannsson
​
-
Tinna Þorsteinsdóttir og Karólína Eiríksdóttir: Blöndun (2021) ​
​
Verkið er byggt á hljóðum úr Elektrónískri Stúdíu eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Tekin voru sex hljóð úr verkinu og unnið með þau. Öllum hljóðum sem heyrast í verkinu hefur verið breytt frá upprunalegri mynd en þó ekki um of. Markmiðið var að halda í heiðri anda Magnúsar og sjötta áratugarins.
​​
​
-
Sól Ey: 16 384 impulses / 512 seconds (2021)​
​
Tíðni breytinga á stökum merkjum birtast okkur með tilheyrandi skynjunarafleiðingum. Endurtekin hljóðmerki geta verið skynjuð bæði sem einstaka atburðir eða sem heildstæður tónn, allt eftir hraða endurtekninga merkjanna. Ljósaflökt geta breyst úr því að vera augnablikslangt og með augljósu millibili yfir í að sýnast með fullt og óslitið litróf, en samt eru bæði orsök sama ljóssins. Í þessu verki verður upplifun á slíkum breytingum megin efniviður verksins; hvar liggja mörk skynjunar okkar á einstaka atburðum og samfelldri heild? ​
​
​
-
Þóranna Björnsdóttir: Fingers Ears and Heart#2 (2021)
​
Fingers Ears and Heart er röð verka sem eru að mestu byggð á efnivið sem er unnin og mótaður með Buchla modular hljóðgervli. Ég dvaldi mánaðarlangt í vinnustofu EMS, Elektronmusikstudion, í Stokkhólmi þar sem ég fékk aðgang að hljóðfærinu, spilaði á það og tók efnið upp. Hljóðfærið hefur að virðist óendanlega möguleika til tónsköpunar og því fór mikil vinna í að hlusta á hvernig smá snúningur takka hafði áhrif á blæbrigði tóns og hvernig hinar ýmsu snúrur og tengileiðir opnuðu á nýjar samsetningar. Vinnan með hljóðfærið fór fram í einhvers konar leiðslu og eftir að hafa varið öllum þessum tíma við takkasnúning og hlustun fór ég að velta fyrir mér hvað hefði átt sér stað í undirmeðvitund minni á meðan. Voru það einhvers konar leyndarmál sem kraumuðu undir niðri? Hvaða tilfinningar urðu til? Eða var ekki pláss fyrir slíkt á meðan ég mótaði nýjan hljóðheim, með tæknina í fingrunum?
​
Í Fingers Ears and Heart #2 tekst ég á við þessar hugleiðingar, þar sem syngjandi, urrandi og umvefjandi tónbylgjur kallast á við hversdagslegri hljóð, upprunaleg og breytt, og rödd mína. Þannig verður til vefnaður sem líkist að mörgu leyti hinum myndríku stúdíum og tónsmíðum Magnúsar Blöndals Jóhannssonar sem byggðu á elektrónískum hljóðum, röddum og hljóðfærahljóðum (bæði í upprunalegri og umbreyttri útgáfu).
17:00 - 18:00
​Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
​
Tónleikar með verkum Magnúsar Blöndals Jóhannssonar
​
-
Adagio f. slagverk celestu og strengi.
Flytjandi: Strengjasveit Tónskóla Sigursveins
Stjórnandi / Conductor: Helga Þórarinsdóttir
​​
​
-
Sonorities I, II og III
Píanó / Piano: Tinna Þorsteinsdóttir
​​​
​
-
Sönglög Magnúsar Blöndals
- Krummavísur (1953)​​​
- Vögguvísa (1951)
- Ég kveiki á kertum mínum (1989)
- Sveitin milli sanda (1964)
Sópran / Soprano: Hallveig Rúnarsdóttir
Píanó / Piano: Árni Heimir Ingólfsson
Magnús Blöndal Jóhannsson
Magnús Blöndal Jóhannsson nam við Juilliard-tónlistarskólann í New York 1947-54. Hann var tónlistargagnrýnandi á dagblaðinu Vísi frá 1954-57, píanóleikari og aðstoðarkórstjóri við Þjóðleikhúsið 1956-61 og starfsmaður tónlistardeildar Ríkisútvarpsins 1955-72. Eftir Magnús liggja hátt í hundrað verk, sönglög, kvikmyndatónlist, leikhústónlist, hljómsveitar- og kammertónlist. Framan af samdi hann aðallega sönglög og einnig einstaka hljóðfæraverk, en um 1950 fór hann að gera tilraunir með 20. aldar tónsmíðatækni.
Magnús mun hafa verið fyrstur Íslendinga til að yrkja undir afströktum tólftónahætti Schönbergs, 4 Abstraktsjónir frá árinu 1950. Hann var einnig fyrstur hérlendis til að semja raftónlist með verki sínu Elektrónísk stúdía frá árinu 1959. Meðal þekktustu verka Magnúsar á sviði kvikmyndatónlistar er tónlist hans við kvikmynd Ósvaldar Knudsen Surtur fer sunnan og samnefnt lag hans úr myndinni Sveitin milli sanda.
ErkiTíð 2021 er haldin í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur, ITM - Íslenska tónverkamiðstöð og Tónskóla Sigursveins.
Með stuðningi frá Tónskáldasjóði Stefs og RÚV.
​
ErkiTíð 2021 er styrkt af Tónlistarsjóði menningar- og viðskiptaráðuneytinu og Menningar-, íþrótta- og ferðamálaráði Reykjavíkur.