
Kjartan Ólafsson
ErkiTíð
Tónlist, nýsköpun og tækni -
tengjast á íslenskri tónlistarhátíð
​​
ErkiTíð 2025 verður haldin í Reykjavík 25.-26 október.
Meginþema ErkiTíðar 2025 verður fjölbreytileiki þar sem m.a. tónlist sem tengist hughrifun- og heilun verður í fyrirrúmi en sú tónlistarstefna fer ört vaxandi á alþjóðlega vísu.
Yfirskrift hátíðarinnar er Litróf hljómanna og er markmiðið m.a. að stækka hinn hefðbundna hlustendahóp og ná til hlustenda sem sjaldan hafa tök á að sækja hefðbundna tónleika og auka þar með möguleika jaðarhópa til sækja tónleika og að njóta tónlistar.
.
Tónlistarhátíðin ErkiTíð er vettvangur fyrir sköpun og tjáningu í tónlist með nýrri tækni og opnar sýn inn í framtíðina, með sterkri viðspyrnu í verkum frumherja íslenskrar tónlistar.
ErkiTíð hefur frá upphafi lagt mesta áherslu á íslenska ftónlist og nýsköpun á því sviði. Hún var fyrst haldin árið 1994 af tilefni Lýðveldisafmælis Íslands þar sem fluttar voru allar helstu raf- og tölvutónsmíðar íslenskra tónskálda frá upphafi.
Í gegnum tíðina hafa tugir nýrra íslenskra tónverka verið samin og frumflutt að tilhlutan ErkiTíðar.
​
​Á hátíðinni í ár verður lögð áhersla á rauntima tónsköpun með nýjum aðferðum og nýjum hljóðfærum - þar sem boðið er upp á hið óvænta í tónsköpun í lifandi listflutningi.
​
Tónlistarhátíðin ErkiTíð er opin fyrir alla óháð kyni, aldri eða uppruna. Eitt af aðalmarkmiðunum hefur verið að tengja saman fortíð, nútíð og framtíð. Þá er veigamikill þáttur ErkiTíðar nýsköpun á sviði tónlistar þar sem mörk á milli listgreina er oft máð út og sem skapar fjölbreyttari menningu.
Með fjöbreytileika sínum eflir ErkiTíð menningu og mannlíf Íslands og stuðlar að litríkara menningarlífi hverju sinni.
​
Kjartan Ólafsson, listrænn stjórnandi
​
​
ErkiTíð
​
Music, innovation, and technology come together - at Icelandic music festival.
l
ErkiTíð 2025 will be held in Reykjavík on October 25–26.
​
The main theme of ErkiTíð 2025 is diversity, with a special focus on music related to mindfulness and healing, a musical trend that is rapidly growing internationally.
​
The festival’s title is “Spectrum of Sounds”, and one of its goals is to expand the traditional audience, reaching people who rarely have the opportunity to attend conventional concerts. This helps increase access for marginalized groups to experience and enjoy music.
​
ErkiTíð is a platform for creativity and expression in music using new technology, offering a glimpse into the future with strong roots in the works of the pioneers of Icelandic music.
​
Since its beginning, ErkiTíð has emphasized Icelandic music and innovation in that field. The first festival was held in 1994 to mark the 50th anniversary of the Icelandic Republic, featuring a performance of all major electronic and computer compositions by Icelandic composers up to that point.
​
Over the years, dozens of new Icelandic works have been commissioned and premiered through ErkiTíð.
This year’s festival will highlight real-time music creation using new methods and instruments, offering unexpected and spontaneous musical experiences through live performance.
​
ErkiTíð is open to everyone regardless of gender, age, or background. One of its core aims has always been to connect the past, present, and future. Innovation in music is a key element of ErkiTíð, where the boundaries between art forms are often blurred, creating a more diverse cultural landscape.
Through its diversity, ErkiTíð enriches Iceland’s cultural life and society, contributing to a more vibrant and colorful cultural scene.
Kjartan Ólafsson, Artistic Director
ErkiTíð 2025
Litróf hljómanna
25. október
14:00 - 15:00
Listasafn Reykjavíkur
Reykjavík Art Museum
​14.00-15.00
Ljósið í mér sér ljósið í þér
​
Verð/Price: Festival pass for all concerts kr 3000
Tickets available by the entrance
Free entrance for students //
Hjólastólaaðgengi / Wheelchair access
​
Tónskáld og flytjandi: Vala Gestsdóttir, frumflutningur / world premiere
Hljóðfæri: Tónskálar og gong
​
Í stjórnlausum heimi þar sem áreiti er gríðarlegt er auðvelt að týna jarðtengingu, tengingu við alheimskraftinn og þitt eigið innra ljós.
Með tónum og tíðnum sólkerfisins beintengjumst við og ljósið innra með okkur skín skærar. Tengingin er mikilvegur grunnur inn í allt sem við erum og gerum.
​
https://www.instagram.com/vala_solrun_tonheilun/
​
ErkiTíð 2025
Litróf hljómanna
25. október
15:00 - 16:00
ErkiTíð 2025
Litróf hljómanna
25. október
16:00 - 17:00
ErkiTíð 2025
Litróf hljómanna
25. október
17:00 - 18.00
Listasafn Reykjavíkur
Reykjavík Art Museum
15:00 - 16:00
​
Verð/Price: Festival pass for all concerts kr 3000
Tickets available by the entrance
Free entrance for students //
Hjólastólaaðgengi / Wheelchair access
Tónleikar með heilunartónlist fyrir ýmis hljóðfæri (órafmagnað og rafmagnað )
​
Flæðisker
Tónskáld / flytjandi: Ríkharður H. Friðriksson - Frumflutningur /World premiere
​​
​Rafgítar og lifandi rafhljóð
​
Tónar og önnur hljóð sigla lygnan sjó á milli á milli skers og báru.
​
http://soundcloud.com/rikhardur
Sár-í-ör eftir Gargan
Bergþóra Kristbergsdóttir og Hulda Ragnhildur Hjálmarsdóttir
frumflutningur / world premiere
Tónband
sár-í-ör er hljóðskúlptúr byggður á endurvinnslu hljóða; upptökum af klarínetti og umhverfishljóðum sem unnar voru í gegnum pedala og SuperCollider. Bergþóra og Hulda unnu verkið í fjarsamstarfi þar sem upptökur flæddu á milli þeirra, umbreyttust og tóku á sig nýja mynd. Verkið fylgir ferli sársins – frá stungunni og blóðflæðinu til gróanda og örs. Hljóðheimurinn þróast úr kaótísku flæði yfir í kyrrð, spennu og endurnýjun; þar sem brotin sameinast, vefirnir gróa og heildin fær nýja mynd.
​​
https://thisgargan.netlify.app
​
​
​HÉR og ÞAR
Tónskáld / Flytjandi. Tómas Manoury - frumflutningur / world premiere
HÉR og ÞAR" er fjölvídda tónverk samið fyrir fjögur + einn snúningshátalara.
​​
​​
​
Innri Sjón / Orkustöðvar
Tónskáld / Flytjandi: Björk Viggósdóttir - frumflutningur /
world premiere - 2025
​​​​​
Hljóðheimur fyrir innri sjón
snertir eru strengir, orkustöðvar heilaðar,
þar stendur tíminn kyrr.
​
--------------------------------
​
Listasafn Reykjavíkur
Reykjavík Art Museum
16:00 - 17:00
​
Verð/Price: Festival pass for all concerts kr 3000
Tickets available by the entrance
Free entrance for students //
Hjólastólaaðgengi / Wheelchair access
“Piece for Peace”
Duo Sparkk: Tónskáld / Flytjendur
Helga Björg Jóhönnu Arnardóttir: klarínettur og tölva
Jesper Pedersen: hljóðgervill og tölva
frumflutningur / world premiere
​
Mýrlendi (2025)
Höfundur : Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
​Tónband
frumflutningur / world premiere
​​
Með verkinu Mýrlendi (2025) tek ég innblástur frá nýlegri ferð sem ég fór í til Lettlands, og gisti í viku á afskekktu landssvæði sem kallast Savvala og er í eigu lettneskra listamanna. Á svæðinu er mikið mýrlendi og skógar og ég tók upp göngurnar mínar í skóginum og bjagaði. Með verkinu langar mig til þess að ná fram tilfiningunni við að labba í mýrlendi að kvöldi til og að uppbygging verksins virki eins og ein leiðsla.
​
Elektrónísk samsuða
Tónskáld / Flytjandi: Mikael Lind
frumflutningur / world premiere
​​​​
​ Elektrónísk samsuða er óður til íslenskrar raftónlistarsögu. Mikael Lind er fæddur og uppalinn í Svíþjóð og hann kynntist fyrst raftónlistarsögu Íslanda í gegnum nútíma tónskáldin áður en hann uppgötvaði raftónlist módernismans mörgum árum seinna. Í þessu verki er hann undir áhrifum frá hvoru tveggja. Sínusbylgjur og umhverfishljóð streyma í upphafi verksins í gegnum ógrynni effekta og búa þannig til nútímalega útgáfu af raftónlist sjötta og sjöunda áratugarins. Verkið þróast síðan yfir í modular hljóðheim þar sem flóknari rafhljóð vaxa og dafna í óhefðbundnum ryþmum og þau óma síðan samhlíða brotnum trommutakti sem hljómar kunnuglegur og afbrigðilegur í senn. Verkið endar á upptöku af nokkrum fuglum sem með hjálp granular aðferða stækkar í kröftuga hljóðaþvögu.
​
​​​​​​​​
​
--------------------------------
​​
Listasafn Reykjavíkur
Reykjavík Art Museum
17:00 - 18:00
​
Verð/Price: Festival pass for all concerts kr 3000
Tickets available by the entrance
Free entrance for students //
Hjólastólaaðgengi / Wheelchair access
​
TRPTYCH
Höfundar og flytjendur Daníel Þorsteinsson, Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir og Ingibjörg Stéfánsdóttir
​frumflutningur / world premiere
​​
TRPTYCH flytur draumkennt, kosmískt hljóðferðalag þar sem dáleiðandi taktar og dularfullir tónar sameinast og bera hlustandann út fyrir tíma, rúm & mörk veruleikans.
​​
NB: Af óviðráðanlegum ástæðum frestast tónleikar TRPTYCH fram á næst ár - ErkiTíð 2026
​
​
https://www.instagram.com/trptychmusic/
--------------------------------
​
ErkiTíð 2025
Litróf hljómanna
26. október
ErkiTíð 2025
Litróf hljómanna
26. október
Háteigskirkja
15:00 - 16:00
Verð/Price: Festival pass for all concerts kr 3000
Tickets available by the entrance
Free entrance for students//
Hjólastólaaðgengi / Wheelchair access
​
Kórtónleikar
Hughrif
Höfundur: Kjartan Ólafsson - frumflutningur / world premiere
​
Flytjendur: Kór SSD (Söngskóli Sigurðar Demetz )
Stjórnandi Gunnar Guðbjörnsson
​
Hughrif- hægfara hljómvænt kórverk þar sem gerð verður tilraun - sem mun mistakast - þ.e. að stöðva tímann.
--------------------------------
​​​​​Háteigskirkja
20:00 - 22:00
​
Verð/Price: Festival pass for all concerts kr 3000
Tickets available by the entrance
Free entrance for students //
Hjólastólaaðgengi / Wheelchair access
​
Kammer- og kórtónleikar með heilunartónlist
Flytjendur: CAPUT og Kammerkórinn Röst AK
​​Stjórnandi : Guðni Franzson
​
Veðurfrétt
Tónskáld: Þórður Hallgrímsson - frumflutningur / world premiere
​
Veðurfrétt er verk byggt á túlkun eða hljóðmyndun (sonification) veðurgagna.
Hljóðfæraleikarar velja fyrst tímabil til að túlka; það getur verið hið sama fyrir alla eða mismunandi eftir flytjendum. Að því loknu velur hver flytjandi stað til túlkunar, en sá staður þarf að hafa aðgengileg og nægjanleg gögn um veðurmælingar yfir valið tímabil.
​
Í verkinu eru fjórir veðurþættir túlkaðir: tími sólarupprásar og sólarlags, hitastig, vindhraði og úrkoma.
Við túlkun hitastigs og vindhraða skal miða við meðalgildi síðustu tuttugu og fjögurra klukkustunda, en við túlkun úrkomu skal miða við heildarmagn úrkomu á sama tímabili.
Að auki geta flytjendur valið að túlka vindátt með því að snúa sér í þá átt sem vindurinn blæs.
​
​
Bláir tindar
Tónskáld: Helgi Rafn Ingvarsson - frumflutningur / world premiere
Bláir Tindar er innblásið af mínum uppáhalds fjöllum á Íslandi; t.d. Esjunni, Hafnarfjalli við Borgarnes, og Snjófjöllum á Holtavörðuheiði, svo aðeins þrjú dæmi séu tekin. Einnig varð ég fyrir miklum áhrifum af málverkum Tolla, verkunum Blár Tindur og Fjallasalur t.a.m.; sambland hlýrar birtu og kaldra kletta.
Það má alltaf finna íslensku fjöllin í tónverkum mínum. Þó að verkið sé ekki með titil sem gefur það beint til kynna, þá kemur orkan þaðan. Bláir Tindar er líklega beinasta atlaga mín að fjalla-tónverki til þessa. Verkið fjallar þó jafnmikið um birtuna, og það fjallar um fjöllin.
​
Tónsmíðin var styrkt af Tónskáldasjóði RÚV og pöntuð af tónlistarhátíðinni Erkitíð.
​​
​
Hvernig hljóma fjöllin? - Fjallaferð í leit að innblæstri:
https://musicpatron.com/composer_update/islenskt-tonskald-i-brighton-hvernig-hljoma-fjollin/​
​​
​
Skarfaklettur
Tónskáld: Einar Indra -frumflutningur / world premiere
Ég samdi þrjú ný verk núna í haust sem öll byggja á andardrætti sem grunn. Í fyrsta verkinu, sem ég sendi hér með, hefst flutningurinn á því að áheyrendur taka þátt í 4–7–8 öndun (anda inn í 4 sekúndur, halda í 7, anda út í 8). Þessi öndunarmynstur mótar rýmið og tónmálið, og smám saman bætast við fiðla, kontrabassi, klarinett og rafhljóð sem vefjast saman við andardráttinn.
Verkið heitir Skarfaklettur og byggir á hljóðupptökum sem teknar voru á staðnum. Hvert verk í þessari röð er um 14 mínútur að lengd, en hér sendi ég aðeins fyrsta verkið.
Hlekkur: https://s.disco.ac/vytsbwnbdidn
​
Þitt eigið ævintýri í C-dúr
Tónskáld: Dettifoss Bergmann - frumflutningur / world premiere
Samið fyrir ErkiTíð 2025, undir þemu „Litróf hljómanna"
​
Í sérstökum ævintýrabókum er lesandanum gefið val: ,,Viltu að Jói fari í bakaríið (síða 13) eða á hann að fara út að hlaupa (síða 47)?"
,,Þitt eigið ævintýri" gefur hljómsveitinni svipað val. Við fylgjumst með henni vefa sig í gegnum alla króka og kima grunnhljómsins C-dúr og upplifum hann frá öllum sjónarhornum og litbrigðum. Hljómsveitin tekur reglulega skyndiákvarðanir um hvert skuli halda og því er hver flutningur verksins algerlega einstakur.
​
​​
"…allt sem er”
Höfundur: Georg Kári Hilmarsson - frumflutningur / world premiere
​
Verkið er innblásið af texta úr Bókinni um Veginn eftir kínverska heimspekinginn Lao Tse, íslenskri þýðingu Gunnars Dal. Lao Tse, sem var uppi á 6. öld fyrir Krist,
var umsjónarmaður bókasafns í Kína og skrifaðu á efri árum rit sitt Tao-te-king,
sem hefur gengt sem höfuðrit taóisma.
Í Bókinni um Veginn er fjallað um samhljóm manns og náttúru, um einfaldleika,
auðmýkt og manngæsku sem leið til sáttar og jafnvægis.
Verkið eins konar hugleiðing um það sem getur heilað ágreining, hraða og spennu nútímans.
Þegar við upplifum kraftaverk manngæsku og auðmýktar, þurfum við einskis annars og upplifum innri frið.
Tónmálið og hljóðheimurinn sækir að einhverju leiti innblástur í kirkjulega tónhefð,
og má því segja að verkið hafi trúarlegan blæ, alls ekki bundinn ákveðnu trúarbragði,
heldur sem eins konar litúrgía lífsins sjálfs. Lítil mótetta til alls sem er.
​
20
ErkiTíð 2025 er haldin í samvinnu við Listasafn Reykjavíkurog CAPUT,
ErkiTíð 2025 er styrkt af Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar
​
